Umboð stjórnlagaþingsins

Það er ótrúlegt að talað sé um að stjórnlagaþingin hafi fengið umboð þjóðarinnar til að breyta stjórnarskránni. Til að segja það verður að álíta að fulltrúarnir hafi verið kjörnir af “þjóðinni”. Og til að álíta að svo sé er oft miðað við meirihluta þeirra sem kjósa, eða þeirra sem gátu kosið. Stundum, eins og í forsetakosningum hér, er talað um að sá hafi fengið umboð þjóðarinnar sem fékk flest atkvæði (þannig voru bæði Ólafur og Vigdís kjörinn með minnihluta atkvæða).

Ef litið er á niðurstöður kosninganna til stjórnlagaþingsins sést að langt er frá að þetta eigi við. Sá sem fékk flest atkvæði hlaut stuðining um 7.200 manns (í fyrsta sætið). Þeir sem lentu í sætum 2-5 hafa um 2.000-2.500 manns á bak við sig. Aðrir minna en það, og sá sem lenti í 10 sætinu (í fyrsta sætið) hlaut einungis um þúsund atkvæði. Borið saman við þá sem voru á kjörskrá (232.400) eða þá sem kusu (83.500) eru allir með lítinn hluta kjósenda á bak við sig.

Þorvaldur Gylfason, “sigurvegari kosninganna” hefur 3,1% allra á kjörskrá eða 8,6% þeirra sem kusu. Hann hefði rétt slefað inn á þing með þessar tölur! Ef litið er á tölur allra hinna verður hreinlega aumkunarvert að tala um að þeir hafi umboð þeirra sem kusu, hvað þá “þjóðarinnar”. Samsvarandi tölur þess sem lenti í öðru sæti eru 1,1% og 3%. Ef litið er til þess sem lenti í 10. sæti hefur hann 0,4% “þjóðarinnar” og 1,2% þeirra sem kusu á bak við sig. Sá sem var í 25. sæti, og er talinn fulltrúi þjóðarinnar fékk 347 atkvæði í fyrsta sæti. Það eru 0,1% “þjóðarinnar” og 0,4% þeirra sem kusu!

Fáránleiki þess að tala um að stjórnlagaþingið hafi umboð þjóðarinnar til að skrifa sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins kemur í enn fremur í ljós ef litið er á að heildarfjöldi þeirra atkvæða sem allir fulltrúarnir fengu sameiginlega í fyrsta sætið. Það er 32.033 atkvæði. Það gera rétt rúmlega þriðjung þeirra sem kusu, og tæp 14% þeirra sem voru á kjörskrá! Hvernig er hægt að tala um að þetta geti verið fulltrúar sem hafa réttmæti til þess að semja sjálf grundvallarlög þjóðarinnar?


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhann Mathías Hauksson

Höfundur

Jóhann Mathías Hauksson
Jóhann Mathías Hauksson
Læknir og doktor í stjórnmálafræði
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband